Skip to main content

Kraftur leitar að umsjónaraðila perlunnar

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, leitar að drífandi einstaklingum með hjarta fyrir málstaðnum. Leitum að umsjónaraðila perlunnar og framleiðslu perluarmbanda. Um er að ræða hlutastarf sem hentar t.d. vel sem aukastarf eða starf með námi. Áætlaður tímafjöldi er 30-40 tímar á mánuði. Vinnutími er sveigjanlegur og getur verið á hefðbundnum vinnutíma og utan hans.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Taka á móti beiðnum um perluviðburði og meta þær.
  • Skipuleggja perluviðburði
  • Leiðbeina sjálfboðaliðum.
  • Sjá um sölu varnings á viðburði og skil uppgjörs.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur

  • Skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum.
  • Góður í mannlegum samskiptum.
  • Íslensku og ensku mælandi.
  • Með bílpróf og bíl til umráða.
  • Þekking/reynsla af Krafti og/eða perluviðburðum Krafts er kostur.

Umsóknafrestur er til og með 10. maí

Frekari upplýsingar eru veittar og tekið á móti umsóknum (þar sem tilgreint er frá hæfni og áhuga) á netfangið kraftur@kraftur.org 

Kraftur er stuðningsfélag sem brennur fyrir félagsmenn sína. Megin markmið Krafts eru að styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur með því að halda úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar og stuðla að samvinnu félagasamtaka, heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem koma að málefnum þeirra sem tengjast sjúkdómnum.