Skip to main content

Kraftur og Apótekarinn endurnýja samninginn

By 30. janúar 2020mars 25th, 2024Fréttir

Það gleður okkur að Apótekarinn ætlar að styrkja áfram félagsmenn okkar til lyfjakaupa út árið 2020. Lyfjastyrkurinn nær til lyfseðilsskyldra lyfja sem tengjast veikindum viðkomandi sem og vörur frá Gamla apótekinu.

Það verður hins vegar nýtt fyrirkomulag varðandi lyfjabeiðnirnar sem tekur gildi 10. febrúar nk. Í stað þess að félagsmenn þurfi að sækja um í hvert skipti sem leysa þarf út lyf, verður hægt að sækja um Lyfjakort Krafts sem gildir í 2 mánuði í senn. Hægt verður að fá Lyfjakortið sent heim með pósti eða nálgast það á skrifstofu Krafts. Enn þarf að skila inn læknisvottorði þegar sótt er um Lyfjakortið í fyrsta skiptið.

Við vonum að þetta nýja fyrirkomulag auðveldi félagsmönnum okkar að leysa út lyfin sín hjá Apótekaranum en ávallt þarf að framvísa persónuskilríkjum til að Lyfjakortið gildi.

Kraftur þakkar Apótekaranum fyrir ómetanlegan stuðning og að létta undir fjárhagslegar birgðir félagsmanna okkar.