Skip to main content

Kröftug strákastund á Kexinu

Ert þú karlmaður og hefur greinst með krabbamein eða ert aðstandandi? Viltu heyra í jafningjum sem gengið hafa í gegnum svipaða reynslu? Þá mælum við eindregið með því að þú komir á Kex hostel fimmtudagskvöldið 24. mars klukkan 19:30. Skráðu þig hér.

Við strákarnir í Krafti ætlum að hittast og eiga saman skemmtilega stund í tilefni af Mottumars. Vertu með okkur og hlustaðu á jafningja sem skilja þig.

Reynsluboltar koma og segja frá

  • Róbert Jóhannsson greindist með krabbamein í endaþarmi í nóvember í fyrra. Sonur hans, Valdimar, hefur rætt opinskátt um veikindi föður síns í hlaðvarpsþættinum Að eiga mömmu eða pabba með krabbamein á KrakkaRÚV og Róbert mun m.a. tala um hvernig hann og fjölskylda hans hafa tæklað veikindin saman.
  • Pétur Helgason mun segja frá sinni reynslu en konan hans greindist með brjóstakrabbamein og hélt Pétur fyrst að hann myndi geta græjað allt saman en svo fóru að koma upp óþægilegar tilfinningar, kergja og reiði.
  • Hilmir Snær Guðnason, leikari, hefur misst tvær systur úr krabbameinum á síðustu fjórum árum. Hann mun ræða um reynslu sína en síðustu ár hafi verið fjölskyldunni erfið og mikið álag vegna veikindanna og missisins og hvernig þau eru að vinna sig í gegnum sorgina.

Í lok stundarinnar munu Jónas Sig taka nokkur lög.

Matti Osvald Stefánsson, heilsufræðingur og markþjálfi Ljóssins og Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur Krafts og Krabbameinsfélagsins, munu leiða þessa kraftmiklu strákastund.

Það verður tilboð á veitingastaðnum Flatus á Kexinu fyrir stráka sem mæta á svæðið.

Við mælum með að þú komir á þessa snilldar strákastund – taktu endilega með þér vin því við getum ábyggilega allir speglað okkur í einhverjum af þeim reynsluboltum sem munu stíga fram og segja frá sinni reynslu. Það getur verið gott að heyra hvernig aðrir hafa tæklað hlutina.

Skráðu þig hér.

Þetta getur bara ekki klikkað!

Sjáumst á Strákastundinni!