Skip to main content

Kröftugt kvöld með kröftugum konum

By 27. október 2023nóvember 2nd, 2023Fréttir

Kraftur stóð fyrir Kröftugri Kvennastund fimmtudaginn 26. október. Þetta er í þriðja sinn sem Kraftur stendur fyrir þessu kröftuga kvöldi í tilefni af Bleikum október. Markmið kvennastundarinnar var að fá konur til að deila reynslu sinni, hvaðan þær sækja sinn styrk, hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í lífinu og gefa öðrum innblástur og kraft. Elín Skúladóttir, formaður Krafts, setti kvöldið og bauð kynna kvöldsins velkomnar til að halda utan um dagskránna. María Rún og Ingileif hafa haldið utan um allar Kröftugu kvennastundir Krafts og gerðu það af stakri prýði. Að loknum framsögu kvennanna og smá spjalli við þær kom Saga Garðars og endaði kvöldið með hlátursprengju.

Sunna Kristín Hilmarsdóttir,  verkefnastjóri greindist með mergæxli fyrir tveimur árum, 37 ára gömul, sagði frá reynslu sinni og þeim áskorunum sem hún stóð frammi fyrir eftir sína greiningu og í meðferðarfelinu. Hún sagði okkur frá því hvaðan hún sótti kraftinn og hvað það kom henni á óvart hvað hún var miklu sterkari í gegnum þetta en hún bjóst við.  Iðunn Björk Ragnarsdóttir greindist með Hodgkins á unglingsárum og deildi því meðal annars með okkur hvað það gaf henni mikið að fá að hitta manneskju sem hafði gengið í gegnum það sama og hvað sá aðili var komin á góðan stað. Berglind Häsler eigandi Havarí og ekkja Svavars Péturs deildi vegferð þeirra hjóna í kjölfar þess að hann greindist með krabbamein.

Kraftur þakkar þeim innilega fyrir sem og öllum þeim sem komu og voru með á kvennastundinni. Allir gestir fengu kveðjugjöf frá Krafti og fengu þær sem deildu sinni reynslu og fundarstjórar einnig veglegan blómvönd frá Viðjur blómabúð.

Innilegar þakkir:

Hér má sjá  myndir af Kröftugu kvennastundinni