Skip to main content

Leitum að fræðslu- og hagsmunafulltrúa

By 8. júlí 2021ágúst 13th, 2021Fréttir

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, leitar að drífandi og skemmtilegum einstaklingi sem hefur hjarta fyrir málstaðnum í 80% – 100% starf fræðslu- og hagsmunafulltrúa félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð: 

  • Ábyrgð á fræðslustarfi félagsins
  • Hagsmunagæsla fyrir unga krabbameinsgreinda einstaklinga og aðstandendur
  • Skipulagning og utanumhald um fræðslustarf félagsins
  • Umsjón með fræðsluvef og fræðslu á samfélagsmiðlum
  • Umsjón með fræðslustarfi hvers kyns útgáfu á vegum Krafts, t.a.m. fræðslu- og kynningarefni
  • Almenn upplýsingagjöf til félagsmanna
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti krafa
  • Góð enskukunnátta
  • Þekking og reynsla af hagsmuna- og fræðslumálum kostur
  • Góð almenn tölvufærni, þekking og reynsla af samfélagsmiðlum og vefumsjón kostur
  • Hjarta fyrir málstaðnum
  • Frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni
  • Skilvirkni og nákvæm vinnubrögð
  • Mjög góð samvinnu- og samskiptahæfni