Skip to main content

Leitum af kraftmiklu fólki í stjórn félagsins

By 29. apríl 2020Fréttir

Vilt þú nýta krafta þína til góðra verka?

Kraftur leitar að áhugasömu og kraftmiklu fólki í stjórn félagsins sem hefur hjarta fyrir málstaðnum. Ef þú vilt hafa áhrif og taka þátt í uppbyggingu okkar frábæra félags þá er um að gera að senda inn framboð þitt.

Við óskum eftir framboðum til stjórnar. Einum aðalmanni í stjórn  til tveggja ára og tveimur varamönnum til eins árs.
Einungis félagsmenn í Krafti geta gefið kost á sér til stjórnarsetu.

Frekari upplýsingar veitir Hulda, framkvæmdastjóri á netfanginu hulda@kraftur.org en framboð berist fyrir aðalfund sem verður haldin fyrstu vikuna í júní. Dagsetning verður auglýst þegar nær dregur.

Með framboðinu þarftu að tilgreina nafn, kennitölu, upplýsingar um þig og af hverju þú villt gefa kost á þér til stjórnarsetu í Krafti.