Skip to main content

Lífið er núna skartgripalína

Í dag fer í sölu ný og vönduð “Lífið er núna” skartgripalína frá Krafti. Skartið er hannað og framleitt af Vera Design og rennur allur ágóði af sölu skartsins til Krafts.

Hugmyndin var að hanna veglega, tímalausa og kynlausa skartgripi sem minnir fólk á að lífið er núna. Kraftur leitaði til Veru Design þar sem þeirra skart og hönnun höfðar vel til þess. Þar tók Íris Björk Tanya Jónsdóttir við hugmyndinni og hannaði þessa frábæru skartgripalínu. Vera Design leggur mikla áherslu á að allur ágóði skartsins renni beint til Krafts og er félagið afar þakklátt fyrir þetta samstarf.

Í fyrstu skartgripalínunni eru eiguleg armbönd og hálsmen sem byggja á sömu grunnhönnun, fallegri „Lífið er núna“ áletrun. Bæði armböndin og hálsmenin eru fáanleg í silfri og gulli í misgrófum eða fíngerðum útgáfum. Öll ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi úr línunni.

Skartið fæst í vefverslun Krafts og Veru Design, ásamt flestum af útsölustöðum Veru Design um allt land.