Skip to main content

Minningarglíma til minningar um Arnar Inga

By 25. mars 2024apríl 8th, 2024Fréttir

Laugardaginn 23. mars var haldin minningarglíma til minningar um Arnar Inga Guðbjartsson sem lést úr krabbameini í janúar á síðasta ári. Arnar Ingi var virkur þátttakandi í glímusenunni hér á landi.

Félagar hans úr hinum ýmsu félögum mættu í húsakynni Reykjavík MMA og tókust á í minningu góðs félaga.

Gafst þetta afar vel og var mætingin góð.

Hægt var að láta gott af sér leiða og kaupa varning af Krafti eða styrkja félagið beint.

Hér eru nokkrar myndir frá viðburðinum.