Skip to main content

Minningarkortin mætt á svæðið!

By 29. ágúst 2019mars 25th, 2024Fréttir

Kraftur er loksins kominn með sín eigin minningar- og styrktarkort sem hægt er að nálagast á heimasíðu félagsins. 

Kortin eru með mynd eftir Heiðdísi Helgadóttur myndlistakonu. Myndin er einföld en fangar það sem kortið stendur fyrir, samúð og stuðning á erfiðum tímum.
“Ég hugsaði um setningu sem amma mín heitin skrifaði á miða til mín eitt sinn þar sem stóð: Kærleiksljós. Við erum englar með væng, við getum aðeins flogið með því að halda utan um hvort annað. Myndin táknar styrkinn í vináttunni og kærleikanum sem hjálpar okkur í gegnum myrkrið, því þó það rigni stundum og oft all svakalega á okkur þá styttir alltaf upp aftur” sagði Heiðdís.

Við vorum svo heppin að fá Reykjavík Letterpress í samstarf við okkur við að útfæra kortin með fallegri letterpress áferð sem gefur þeim dýpt og gerir þau einstaklega falleg og eiguleg.

Með því að kaupa minningarkort Krafts ertu að styrkja minningarsjóð félagsins sem að styrkir aðstandendur til að standa straum af útfararkostnaði þegar félagsmaður Krafts fellur frá vegna krabbameins.

Bæði minningar- og styrktarkortin koma í stílhreinu svörtu umslagi sem gerir þau eftirminnileg. 

Kraftur þakkar Heiðdísi Helgadóttur og Reykjavík Letterpress fyrir þetta frábæra samstarf. 

Hægt er að nálgast kortin hér.