Skip to main content

Neyðarsjóður Krafts verður nú Styrktarsjóður Krafts.

Stjórn Krafts hefur ákveðið að breyta nafni Neyðarsjóðs Krafts í Styrktarsjóður Krafts. Það eru þung skref fyrir flesta að sækja um fjárhagsstyrk. Stjórn Krafts hefur fundið fyrir því að félagsmenn hafi veigrað sér við að sækja um í Neyðarsjóðinn, því þeir vilji ekki taka frá öðrum sem hafi meiri þörf en þeir sjálfir. Það er von stjórnarinnar að breyting á nafni sjóðsins, úr Neyðarsjóði í Styrktarsjóð, sé minni hindrun fyrir þá félagsmenn sem uppfylla viðmið sjóðsins að sækja um.

Búið er að opna fyrir umsóknir í  Styrktarsjóði Krafts.

Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember nk. hægt er að sæja um í sjóðnum hér