Skip to main content

Neyðarsjóður – vorúthlutun

By 26. mars 2019mars 25th, 2024Fréttir

Úthlutað verður úr Neyðarsjóði Krafts í maí nk. Umsóknarfrestur er til og með 16.apríl. Neyðarsjóðnum er ætlað að styrkja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og lent hefur í fjárhagsörðuleikum vegna veikinda sinna.

Neyðarsjóðurinn er ætlaður til að standa straum af læknis- og lyfjakostnaði sem og öðrum kostnaði sem getur hlotist ef veikindum viðkomandi til að mynda tekjumissi, tannlæknakostnaði og kostnaði vegna tæknifrjóvgunar svo eitthvað sé nefnt.

Nú er hægt að sækja um rafrænt.  Með styrkumsókn skal senda eftirtalin gögn:

a. Læknisvottorð þar sem fram kemur staðfesting á sjúkdómnum og hvenær viðkomandi greindist.
b. Kvittanir og reikninga vegna læknis- og/eða lyfjakostnaðar.s.l tvö ár.
c. Skattaskýrsla síðustu tveggja almanaksára

Nánari upplýsingar um neyðarsjóðinn gefur Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri, í síma 866-9600 og einnig má sjá meira um neyðarsjóðinn hér.

Hægt er að fá aðstoð við útfyllingu umsóknar hjá starfsmanni Krafts eða félagsráðgjafa.