Skip to main content

Nordic Cancer Survivor 2017

By 6. júní 2017mars 25th, 2024Fréttir

Síðustu vikuna í maí tók Kraftur ásamt Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna á móti systurfélögum þeirra á Norðulöndunum. Var mæting góð og komu þátttakendur frá öllum norðulöndunum, frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Þátttakendur voru annarsvegar stjórnarmeðlimir sem höfðu lifað af krabbamein og/eða aðstandendur eða starfsmenn félaganna úti.

Fundað var á Sesseljuhúsi á Sólheimum í Grímsnesi og fékk hópurinn að gista í Bergmálshúsinu hjá Kollu í góðu atlæti.
Fundað var um samstarf félaganna, bornar saman bækur og hugmyndum deilt. Þá voru fengnir flottir fyrirlesarar til að halda erindi fyrir hópinn.
Má þar nefna Vigdís Hrönn Viggósdóttir sem sagði frá miðstöð síðbúinna afleiðinga fyrir fólk sem greinist með krabbamein í æsku. Þorgerður læknir talaði um hjartasjúkdóma hjá fólki sem gekk í gegnum krabbameinsmeðferð sem börn. Einnig hélt Áslaug Kristjánsdóttir erindi um náin tengsl og kynlíf og Magnús Sigurbjörnsson kynnti fyrir hópnum nýjungar á samfélagsmiðlum.

Ráðstefnan var vel heppnuð í alla staði og gafst einnig tími fyrir hópinn til að skoða einhverja af helstu ferðamannastöðum landsins eins og Gullfoss, Geysir og Gömlu laugina á Flúðum ásamt dagsferð í Reykjavík.

Kraftur þakka systurfélögum sínum á Norðurlöndunum fyrir komuna og hlakkar til komandi samstarfs á næstu árum.