Skip to main content

Núvitund fyrir ungmenni

By 6. september 2016mars 25th, 2024Fréttir

Ráðgjafarþjónustan býður upp á námskeið í núvitund fyrir aðstandendur á aldrinum 16-22 ára. Námskeiðið er byggt á Mindfulness-based Cognitive Therapy (MBCT). Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Rannsóknir hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, getur aukið gæði daglegs lífs, bætt heilsufar, dregið úr streitu, kvíða og depurð. Áhersla er lögð á að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er. Með fræðslu, stuttum hugleiðsluæfingum og annarri hugarþjálfun er markmið námskeiðsins að öðlast meiri hugarró og njóta betur líðandi stundar. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 13. september 2016 kl. 15:30-17:00 og er vikulega í átta skipti.Leiðbeinandi er Edda Margrét Guðmundsdóttir sálfræðingur.Skráning er á netfangið radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.