Skip to main content

Ný kjörin stjórn hjá Krafti

By 2. maí 2019mars 25th, 2024Fréttir

Aðalfundur Krafts var haldin 30 apríl síðastliðinn, þar sem gert var grein fyrir ársreikningi og ársskýrslu félagsins. Styst er frá því að segja að síðasta ár félagsins hefur verið mjög viðburðarríkt. Greinilegt er að kynning á félaginu hefur skilað sér til landsmanna sem birtist í meiri velvilja í garð félagsins sem og meiri vitundarvakningar um málefni ungs fólk með krabbamein.

Í gær voru þrír aðilar sem gengu úr stjórn félagsins eftir ötult og gjöfult starf fyrir félagið. Það eru Kristín Erla Þráinsdóttir, Ösp Jónsdóttir og Þórir Hall Stefánsson. Þá hætti Ástrós Rut Sigurðardótti formennsku hjá félaginu eftir 4 ár í stjórn félagsins. Kraftur þakkar þessum miklu eldhugum fyrir sitt framlag í þágu félagsins.

Þá ber að segja frá að nýr formaður var kjörin en Elín Sandra Skúladóttir tekur við formennsku af Ástrósu Rut Sigurðarsdóttir.

Fjórir nýjir einstaklingar voru kosnir í aðalstjórn; Arnar Sveinn Geirsson, Birkir Már Birgisson, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Sigríður Þorsteinsdóttir. Þess ber að geta að Sigríður er fyrsti stjórnarmeðlimurinn til að sitja í stjórn félagsins sem kemur af landsbyggðinni en hún býr á Akureyri. Þrír einstaklingar komu inn í varastjórn félagsins, Sóley Kristjánsdóttir, Anna María Miloz og Daði Gränz.

Við erum stolt og þakklát fyrir þetta flotta fólk sem gekk inn í stjórn félagsins og hlökkum til komandi verkefna á árinu.
Velkomin í stjórn Krafts ?

Mynd frá vinstri: Ragnheiður Guðmundsdóttir, Elín Sandra Skúladóttir, Daði Gränz, Sóley Kristjánsdóttir, Anna María Miloz og Birkir Már Birgisson.
Á myndina vantar: Arnar Svein Geirsson og Sigríði Þorsteinsdóttur.