
Ný reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands
Þann 1. janúar tók í gildi ný reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem veitt er án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.
Reglugerðin kveður á nýtt fyrirkomulag á greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgana, auk þess sem greiðsluþátttaka er aukin. Samkvæmt eldri reglugerð var greiðsluþátttaka 5% vegna fyrstu tæknifrjóvgunarmeðferðar (24 þús. kr.) og 65% af 2.-4. meðferð (312 þús. kr.).
Ný reglugerð byggir á föstum krónutölustyrk í stað prósentuhlutfalls.
Endurgreiðsla sjúkratrygginga er sem hér segir:
Almenn réttindi
Greiðsluþáttaka nú 150.000 kr. fyrir fyrstu tæknifrjóvgunarmeðferð (þ.e. glasafrjóvgun (IVF), smásjárfrjóvgun (ICSI) eða tæknisæðingu.) og 400.000 kr. fyrir hverja meðferð frá 2.-4. meðferð.
Þegar um er að ræða yfirvofandi ófrjósemisvandamál vegna meðferðar við illkynja sjúkdómi
Greiðsluþáttaka nú 400.000 kr. fyrir fyrstu tæknifrjóvgunarmeðferð (þ.e. glasafrjóvgun (IVF), smásjárfrjóvgun (ICSI) eða tæknisæðingu.) 1.-4. meðferð.
Nánar er hægt að lesa um reglugerðina hjá Sjúkratrygginum Íslands