Skip to main content

Ný stjórn kosin á tuttugasta aðalfundi félagsins

Stjórn Krafts 2020

Það er gaman að segja frá því að 20.aðalfundur Krafts var haldinn í húsakynnum Krafts í Skógarhlíð 8 í vikunni. Þar var að venju farið yfir starfsár stjórnar sem var mjög viðburðarríkt bæði út af afmælisári félagsins sem og aukinni þjónustu sem félagið byrjaði að veita, farið yfir ársreikning félagsins og önnur aðalfundarstörf. Gerðar voru tillögur að lagabreytingum varðandi félagsaðild sem er til hagsbóta fyrir þá þjónustu sem við erum að veita.

Þá var ný stjórn kjörin þar sem fjórir nýir einstaklingar komu inn í stjórn félagsins, einn fulltrúi inn í aðalstjórn og þrír í varastjórn. Við bjóðum velkomin til leiks Stefán Þór Helgason (aðalstjórn) og í varastjórn Gísla Álfgeirsson, Lindu Sæberg og Höllu Dagný Úlfsdóttur. Við þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir óeigingjarnt starf þeirra í þágu félagsins en það eru Anna María Miloz, Daði Granz og Sóley Kristjánsdóttir.

Núverandi stjórn Krafts er því eftirfarandi:

  • Elín Sandra Skúladóttir – formaður
  • Arnar Sveinn Geirsson – aðalstjórn
  • Ragnheiður Guðmundsdóttir – aðalstjórn
  • Sigríður Þorsteinsdóttir – aðalstjórn
  • Stefán Þór Helgason – aðalstjórn
  • Gísli Álfgeirsson – varastjórn
  • Halla Dagný Úlfsdóttir – varastjórn
  • Linda Sæberg – varastjórn

Við hjá Krafti erum ótrúlega stolt og ánægð af þessum glæsilega hópi einstaklinga og hlökkum til komandi starfsárs sem verður auðvitað tekið af krafti!

Frá vinstri: Arnar Sveinn aðalstjórn, Linda Sæberg varastjórn, Elín Sandra formaður, Halla Dagný varastjórn, Ragnheiður Guðmundsdóttir aðalstjórn, Sigríður Þorsteinsdóttir aðalstjórn og Stefán Þór Helgason aðalstjórn. Inn á myndina vantar Gísla Álfgeirsson.