Skip to main content

Tækifæriskort í samstarfi við Reykjavík Letterpress

Hvað segir maður þegar einhver nákominn greinist með lífsógnandi sjúkdóm eins og krabbamein?

Það getur oft verið erfitt að finna réttu orðin og oftar en ekki veit fólk ekkert hvað það á að segja við þessar aðstæður.

Kraftur hefur í samstarfi með Reykjavík Letterpress hannað og útbúið falleg tækifæriskort einmitt fyrir tilefni sem þessi.

Kortin eru fjögur talsins með einstaklega falleg og hreinskilin skilaboð sem eru algerlega í tak við það sem Kraftur stendur fyrir.

Félagsmenn Krafts hafa verið þekktir fyrir að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir og tala hispurslaust um allt það sem viðkemur krabbameini og endurspegla kortin einmitt það.

Það hefur verið einstakleg yndislegt að vinna að þessu verkefni með Reykjavík Letterpress og erum við einstaklega þakklát fyrir þá velvild sem Reykjavík Letterpress hefur sýnt félaginu.

Kortin koma í sölu í næstu viku og mun allur ágóði af sölu kortanna fer beint í starfsemi Krafts.

 

Leave a Reply