Skip to main content

Nýir meðlimir í stjórn Krafts

Þann 7. apríl síðastliðinn var aðalfundur félagsins haldinn með pompi og prakt. Að venju var farið yfir hefðbundin aðalfundarstörf og starfsár stjórnar sem var jafnt óvenjulegt út af heimsfaraldri en einnig viðburðarríkt á sviði fjáröflunar og aukinnar þjónustu til félagsmanna.

Þá voru þrír fulltrúar kosnir í varastjórn félagsins en allir aðalmenn sem og formaður höfðu umboð til setu í stjórn til eins árs í viðbót. Því var lítil breyting á stjórn félagsins þetta árið.

Þeir fulltrúar sem gáfu kost á sér í varastjórn félagsins voru: Halla Dagný Úlfsdóttir, Egill Þór Jónsson og Maren Davíðsdóttir. Ekki kom til kosninga þar sem jafnmörg pláss voru laus í varastjórn félagsins. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að fá að njóta þeirra krafta hjá félaginu.

Við þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir óeigingjarnt starf þeirra í þágu félagsins en það eru Gísli Álfgeirsson og Súsanna Sif Jónsdóttir.

Núverandi stjórn Krafts er því eftirfarandi:

  • Elín Sandra Skúladóttir – formaður
  • Arnar Sveinn Geirsson – aðalstjórn
  • Guðni Þór Jóhannsson – aðalstjórn
  • Linda Sæberg – aðalstjórn
  • Ragnheiður Guðmundsdóttir – aðalstjórn
  • Halla Dagný Úlfsdóttir – varastjórn
  • Egill Þór Jónsson – varastjórn
  • Maren Davíðsdóttir – varastjórn

Við hjá Krafti erum ótrúlega stolt og ánægð með þennan glæsilega hóp einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að vilja leggja sitt að mörkum fyrir félagið og nýta sína reynslu til góða. Næsta starfsár verður því sannarlega gjöfult og skemmtilegt með þetta flotta fólk innanborðs!