Skip to main content

Nýr formaður og ný stjórn kosin á aðalfundi

By 25. apríl 2017mars 25th, 2024Fréttir

Á aðalfundi félagsins í kvöld voru kosnir fjórir nýjir stjórnarmeðlimir inn í stjórn Krafts 2017. Þær Kristín Erla Þráinsdóttir og Ösp Jónsdóttir voru kosnar inn í aðalstjórn félagsins og Aðalheiður Þorgeirsdóttir og Jónatan Jónatansson voru kosin inn í varastjórn. Berglind Jónsdóttir gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu í varastjórn fram á mitt kjörtímabilið og voru því kosnir inn þrír varamenn. Einnig gaf Kristín Þórisdóttir núverandi ritari áfram kost á sér í stjórn til tveggja ára.

Þá var kosin nýr formaður til tveggja ára og bauð Ástrós Rut Sigurðardótir varaformaður sig fram til formennsku hjá félaginu. Var hún kosin með einróma samþykki fundarins og miklu lófataki. Til hamingju Ástrós 🙂

Við hjá Krafti erum ótrúlega stolt og ánægð að fá svona glæsilegan hóp einstaklinga til liðs við félagið. Velkomin í kraftaverkaliðið!

Frá vinstri: Aðalheiður varastjórn, Bóel gjaldkeri, Kristín Erla aðalsjórn, Kristín aðalstjórn, Berglind varastjórn, Ösp aðalstjórn og Ástrós formaður. Inn á myndina vantar Jónatan sem var staddur fjarri góðu gamni.