Skip to main content

Nýr framkvæmdastjóri Krafts

By 1. september 2013mars 25th, 2024Fréttir

Þann  1. september s.l. tók Ragnheiður Davíðsdóttir við störfum framkvæmdastjóra  hjá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Ragnheiður hefur starfað sem forvarnafulltrúi hjá VÍS og fjölmiðlamaður til margra ára. Hún er með BA próf í íslensku og próf í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands.  Ragnheiður hefur góða reynslu af starfi með krabbameinsveiku fólki og vann m.a. við dagskrárgerð við „Á allra vörum“ og hefur auk þess skrifað greinar og viðtöl um þessi málefni.

Stjórn Krafts þakkar Þorvaldi Daníelssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra, vel unnin störf um leið og Ragnheiður er boðin velkomin til starfa.