Skip to main content

Nýtt armband í tilefni 20 ára afmæli Krafts komið í sölu

By 1. desember 2019mars 25th, 2024Fréttir

Kraftur hefur hannað sérstakt afmælisarmband í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Armbandið er í sannkölluðum norðurljósalitum og selt í takmörkuðu upplagi. Perluarmbandið er með gler- og plastperlum og áletruninni „Lífið er núna“.

Öll armböndin hjá Krafti eru búin til af kröftugum sjálfboðaliðum sem perla til að hjálpa okkur að hjálpa öðrum. Armböndin eru seld í þremur stærðum; barnastærð og svo tveimur fullorðnisstærðum í medium og large og fást í vefverslun félagsins.

„Okkur fannst tilvalið að gefa út sérstakt afmælisarmband í tilefni af 20 ára afmæli Krafts og langaði að hafa það í fallegum litum sem gætu hentað báðum kynjum en að vera á sama tíma litrík og skemmtilegt. Armböndin bera slagorðin sem að okkur í félaginu eru mjög kær og minna okkur á að njóta líðandi stundar því lífið er akkúrat núna,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts.

Allur ágóði af armböndunum rennur beint til Krafts.