Skip to main content

Nýtt gómsætt jólasúkkulaði í samstarfi við Omnom

Við kynnum með stolti nýtt jólasamstarf við Omnom. Nú geturðu keypt gómsætt jólasúkkulaði –  Vetrarlínu Omnom og Krafts til styrktar félaginu. Tvöföld gjöf; gæða súkkulaði fyrir þig og þína og gjöf til styrktar góðu málefni.

Vetrarlína Omnom er hin fullkomna þrenning sem kemur þér í jólaskap: Dark Nibs + Raspberries, Milk + Cookies og Spiced White + Caramel súkkulaðistykki. Umbúðirnar eru sérmerktar Krafti og eru 180 gr.

Við þökkum Omnom innilega fyrir velviljann í garð félagsins og að leggja sitt að mörkum við að hjálpa við að styrkja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

Hægt er að kaupa jólasúkkulaðið í vefverslun Krafts. En athugið að afgreiðsla á jólasúkkulaðinu hefst ekki fyrr en 1. desember en hægt er að kaupa það í forsölu.  Þetta er svo sannarlega góðgæti sem að gefur áfram.

Sjá myndir af öskjunum og súkkulaðinu: