Skip to main content

Nýtt logo Krafts

By 14. ágúst 2014mars 25th, 2024Fréttir

Ágætu félagar.

Þann 1. október n.k. verður félagið okkar, Kraftur, 15 ára.  Við munum minnast þessara tímamóta á ýmsan hátt og verður fjallað um það sérstaklega síðar. Einn liðurinn í 15 ára afmæli Krafts er að taka í notkun nýtt merki (lógó) félagsins. Það er auglýsingastofan Hvíta húsið sem á heiðurinn að nýja merkinu og gefur stofan okkur vinnuna við hönnun merkisins.

Efnt var til samkeppni innan stofunnar og bárust yfir þrjátíu tillögur, hver annari betri. Valið var því erfitt en eftir mikla yfirlegu, og kosningar meðal stjórnarmanna og starfsmanna Krafts, varð meðfylgjandi merki fyrir valinu. Eins og sjá má eru litir Krafts áberandi auk þess sem hendurnar inni í K-inu tákna þann kærleika og samkennd sem Kraftur vill standa fyrir. Það var Stetán Einarsson, sá mikli reynslubolti á Hvíta húsinu, sem teiknaði merkið.

Merkið verður formlega tekið í notkun á málþingi Krafts á afmælisdaginn sjálfan, þann 1. október, en mun þó birtast við ýmis tækifæri áður en að því kemur. Okkur þótti því sjálfsagt og eðlilegt að kynna félagsmönnum Krafts merkið áður en það birtist opinberlega. Við vonum að  ykkur líki vel.

Með félagskveðju,

Stjórn Krafts