Skip to main content

Nýttu árshátíðina sína til að styrkja Kraft

Nýju bestu vinir okkar í HHHC hlaupahópnum héldu árshátíð á dögunum og í tilefni af því voru þeir með uppboð á ýmsum munum. Merkilegasti gripurinn sem var á uppboði var treyja frá Kára Steini hlaupara með meiru. En hún er merkileg fyrir þær sakir að hafa verið hluti af Ólympíu kittinu hans, þegar hann keppti árið 2012 á Ólympíuleikunum.

Uppboðið á peysunni var til styrktar Krafti og fór hún á rúmar tvöhundrað þúsund krónur, styrkur sem sannarlega kemur sér vel fyrir félagið.

HHHC hlaupahópurinn á svo sannarlega stað í hjarta okkar hjá Krafti, en þeir söfnuðu rúmum 8 milljónum fyrir Kraft í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra. Þeir létu sér auðvitað ekki nægja að hlaupa bara í maraþoninu eins og frægt er orðið, heldur hlupu þeir í vikunni fyrir maraþonið frá Akureyri til Reykjavíkur í BOSS jakkafötum.

Við þökkum þeim innilega fyrir að hugsa svona hlýtt til starfsemi okkar.