Skip to main content

Nýttu tímann í eitthvað skemmtilegt og nærandi

Skjólstæðingar Krafts, fólk með undirliggjandi sjúkdóma eða bælt ofnæmiskerfi þarf að fara sérlega varlega þessa dagana á meðan óvissuástand er með Covid-19. Fjöldi fólks hefur verið skipað í sóttkví og sumir þurfa líka að setja sjálfa sig í sóttkví.

Það skiptir miklu máli á meðan á þessu ástandi stendur að hafa eitthvað fyrir stafni og jafnvel læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. Við hjá Krafti höfum tekið saman smá lista sem gæti nýst þér og gefið þér góðar hugmyndir. Á listanum er að finna hluti sem eru ókeypis og geta verið upplýsandi og gagnleg afþreying. Við vonum að þetta nýtist til gagn og gamans og þið megið endilega senda okkur ábendingar á kraftur@kraftur.org ef þið eruð með fleiri hugmyndir sem þið viljið deila með öðrum.

Munum að á erfiðum tímum sem þessum skiptir hvað mestu máli að huga að sjálfum sér og sínum og munum að lífið er núna.

Snjallforrit/app

  • Hugleiðsluappið Headspace inniheldur m.a. 30 daga hugleiðsluprógram fyrir krabbameinsgreinda og margt fleira.
  • Duolingo er tungumálaforrit þar sem þú getur einsett þér að læra eitthvað ákveðið tungumál og tekið frá ákveðnar mínútur á hverjum degi til læra nýtt tungumál.
  • Insight timer – hugleiðslu- og slökunarapp  með fullt af fríu efni.
  • Down Dog fyrir Ipad og Iphone bjóða núna upp á fríar æfingar í Yoga, Hiit, Barre og 7 mínútna æfingaprógrömm á meðan á þessu ástandi stendur
  • Peloton býður nú upp á 90 daga frían aðgang að heimaæfingum eins og yoga, Hiit, teyjur og fleira.
  • Storytel býður upp á 14 daga fría áskrift í hlustun hljóðbóka – tékkaðu á því

Hlustaðu á Kraftshlaðvarpið

Gerðu heimaæfingar af Krafti

  • Sendu línu á Atla þjálfara FítonsKrafts og fáðu sent til þín heimaæfingarprógramm – sendu póst á fitonskraftur@kraftur.org
  • Andagift býður uppp á fría nettíma með súkkulaðiseremóníum með hugleiðslu, mjúkri hreyfingu, möntrusöng og djúpslökun
  • Ómur Yoga & Gongsetur býður upp á sjálfræktarmyndbönd

Prófaðu eitthvað nýtt

Kvikmyndir og sjónvarpsþættir

  • Kíktu á reynslusögur fólks sem hefur greinst með ólæknandi krabbamein og lifað það af þrátt fyrir að lífslíkur þess hafi verið litlar. Á hverjum degi er nýr þáttur settur í loftið hér – Discover.hayhouse.com
  • Stöð 2 býður landsmönnum opinn aðgang að Stöð 2 Krakkar, Stöð 2 Bíó og Stöð 3. Auk þess er nú hægt að kaupa 7 daga aðgang að Stöð 2 Maraþon, stærstu efnisveitu landsins með íslenskt sjónvarpsefni, á aðeins 990 kr.
  • Nova býður landsmönnum frían aðgang að Jibbí á Nova TV –
  • Sjónvarp Símans er með fullt af ókeypis þáttum og kvikmyndum inni hjá sér
  • Ekki má gleyma að sjálfsögðu RÚV – ókeypis sjónvarpsefni allan ársins hring alla daga – ekki missa af heimildarmyndinni Lífið er núna sem sýnd verður 26. mars næstkomandi klukkan 20:30

Pantaðu mat á netinu

  • Fáðu mat sendan heim frá netto.is 
  • Fáðu mat frá veitingastað sendan heim frá aha.is
  • Fáðu mat sendan frá Eldum rétt og eldaðu heima