Skip to main content

Opið fyrir umsóknir í Neyðarsjóðinn

Úthlutað verður úr Neyðarsjóði Krafts nú í haust og er umsóknarfrestur er til og með 1. október. Neyðarsjóðnum er ætlað að styrkja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og lent hefur í fjárhagslegum erfiðleikum vegna veikinda sinna. Neyðarsjóðnum er ætlað að standa straum af kostnaði sem fellur utan greiðsluþátttöku (sálfræðiþjónusta, tannlæknakostnaður og tæknifrjóvgun svo eitthvað sé nefnt) sem og öðrum tekjumissi sem getur hlotist vegna veikinda viðkomandi.

Nú er hægt að sækja um rafrænt. 

Með styrkumsókn skal senda eftirtalin gögn:

a) Nýlegt læknisvottorð sem endurspeglar núverandi sjúkdómsgreiningu eða stöðu veikinda.
b) Skattaskýrslur síðustu tveggja almanaksára. Ef skattaskýrslur endurspegla ekki núverandi fjárhagsstöðu er mikilvægt að sýna fram á það með gögnum.

Ef þú ætlar að sækja um niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði þarf sá hinn sami að skila inn vottorði frá lækni um að kostnaðurinn sé tilkominn vegna veikinda eða meðferðar viðkomandi.r.

Aðstoð og nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um neyðarsjóðinn gefur Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri, í síma 866-9600 eða með því að senda tölvupóst og einnig má sjá meira um neyðarsjóðinn hér.

Hægt er að fá aðstoð við útfyllingu umsóknar hjá starfsmanni Krafts eða félagsráðgjafa.