Skip to main content

Páskabingó Krafts 2024

🐣Það var brjálað stuð á hinu árlega Páskabingói Krafts.🐣
Þar sem hann var æviráðinn síðast að þá að sjálfsögðu var enginn annar en  Lalli Töframaður sem töfraði fram hverja töluna á fætur annari og stýrði bingóinu af sinni alkunnu snilld.
Öll börn fóru kampakát heim enda fór ekkert þeirra tómhent heim, þó einhverjir hafi kannski verið með ívíð stærri egg en önnur.
Við fengum gefins egg frá Góu og Freyju ásamt eggjum á góðum kjörum frá Nóa Siríus. Einnig gáfu OJK og Sómi okkur veitingar á góðum kjörum.
Þökkum við þeim kærlega fyrir góðmennskuna í okkar garð 🧡
Hér eru nokkrar myndir og smá brot af vinningshöfum kvöldins þeir voru alveg þó nokkrir.