Skip to main content

Páskar á Covid-tímum

Mörgum hefur brugðið þegar þær fregnir bárust að Covid veiran lætur ekki bilbug á sér finnast og enn á ný erum við komin í 10 manna samkomutakmarkanir og fólki ráðlagt að vera ekki að ferðast á milli landshluta.

Margir hafa eflaust ætlað sér að fara milli landshluta og hitta vini og ættingja en eru nú komin í eins konar „lock-down“ fram yfir páska. Þetta getur verið andlega mjög erfitt og óvissan um framhaldið leitt til þess að fólk viti ekkert hvað skuli hafa fyrir stafni á næstu dögum og vikum. Við í Krafti ákváðum því að taka saman nokkra punkta sem geta vonandi hjálpað.

Útivist og ratleikir

Hvar sem við búum á Íslandi þá erum við umkringd náttúru og það hjálpar alltaf bæði andlega og líkamlega að fara út að labba og njóta náttúrunnar hvort sem þú ferð ein(n) eða með vinum og fjölskyldu.

  • Kíktu á eldfjallið í Geldingadal en farðu að sjálfsögðu að öllu með gát og fylgdu sóttvarnarreglum, vertu búin(n) til útivistar og með nesti og fylgstu með aðstæðum á vedur.is áður en lagt er í hann.
  • Í t.d. Heiðmörk eru fjöldi gönguleiða sem hægt er að rölta um – sjá gönguleiðakort frá Heiðmörk.
  • Einnig er hægt að fara í göngur t.d. um Esjuhlíðar, í Mosfellsbæ eða í Hafnarfirði.
  • Í Heiðmörk er hægt að fara í ratleik hvenær sem er, einn þátttakandi eða fleiri. Þetta er ekki kapphlaup heldur verið að reyna á ratvísi, hugmyndaflug, skynjun og styrk. Lesa þarf í skýjafar, vindátt, plöntu- og trjátegundir, sólúr og sögulegan fróðleik. Sjá nánar á vef Ferðafélagsins.
  • Páskaeggjaleit úti eða inni. Þú getur búið til ratleik með páskaeggjum fyrir fjölskylduna hvort sem er inni eða úti. Hér eru hugmyndir til að koma þér af stað.
  • Systur og makar hafa sett saman rosalega flottan, ókeypis páskaeggjaratleik sem þú getur prentað út og skemmt þér og þínum.
  • Skelltu þér í FOLF – frisbí-golf. Fjölmargir vellir víðsvegar um landið.

Föndur og dundur

 • Mála egg með fjölskyldunni getur verið skemmtileg dvægradvöl. Páskaeggin er hægt að nota til að skreyta heimilið eða nýta þau egg í páskaeggjaleit í náttúrunni. Hér er lýsing á hvað þú þarft að hafa við hendina við skreytingu eggja.
 • Prófaðu að flokka og skipuleggja heimilið samkvæmt Marie Kondo -Konmari style sjá t.d. á Netflix eða Youtube.
 • Þú getur fundið alls konar föndur og dútl á netinu og mælum við t.d. með að fara á Youtube eða Pinterest og fletta upp crafting, DYI, candle making eða Origami.
 • Prófaðu að elda nýjan mat. Á netinu er hægt að finna fullt af girnilegum uppskriftum. Mælum t.d. með www.grgs.is, www.ljufmetid.com, http://www.veganistur.is/, https://evalaufeykjaran.is/ eða
  https://gerumdaginngirnilegan.is/
 • Prófaðu að vera í núinu og lita – einstaklega róandi og hægt að fá bækur og liti á Amazon.

Snjallforrit/App

 • Hugleiðsluappið Headspaceinniheldur m.a. 30 daga hugleiðsluprógram fyrir krabbameinsgreinda og margt fleira.
 • Duolingo er tungumálaforrit þar sem þú getur einsett þér að læra eitthvað ákveðið tungumál og tekið frá ákveðnar mínútur á hverjum degi til læra nýtt tungumál.
 • Insight timerhugleiðslu- og slökunarapp með fullt af fríu efni.
 • Down Dog fyrir Ipad og Iphone bjóða  upp á fríar æfingar í Yoga, Hiit, Barre og 7 mínútna æfingaprógrömm á meðan á þessu ástandi stendur
 • Peloton býður nú upp á 30 daga frían aðgang að heimaæfingum eins og yoga, Hiit, teyjur og fleira.
 • Storytel býður upp á 14 daga fría áskrift í hlustun hljóðbóka – tékkaðu á því
 • Hefur þú hlustað á Hlaðvarpið – Fokk ég er með krabbamein – þar sem talað er hispurslaust um krabbamein og allt því sem því fylgir. Þú getur hlustað á það t.d. á Spotify.

Við vonum að þetta nýtist til gagn og gamans og þið megið endilega senda okkur ábendingar á kraftur@kraftur.org ef þið eruð með fleiri hugmyndir sem þið viljið deila með öðrum.

Munum að á erfiðum tímum sem þessum skiptir hvað mestu máli að huga að sjálfum sér og sínum og munum að lífið er núna.