Skip to main content

Perlum af Krafti á vinnustöðum og víðar

Kraftur býður fyrirtækjum upp á að halda Lífið er núna perluviðburði á sínum vinnustað þar sem starfsmenn koma saman og perla nýja „Lífið er núna“ armbandið. Þetta er gæða stund þar sem starfsmenn njóta líðandi stundar, sýna Kraft í verki og hjálpa okkur í leiðinni að hjálpa öðrum.

Öll „Lífið er núna“ armböndin eru perluð af sjálfboðaliðum og tökum við fagnandi á móti beiðnum frá hinum ýmsu hópum. Perlunin sjálf er auðveld og á færi flestra. Að auki er hægt að vera með fræðslu á viðburðinum um þá þjónustu og starfsemi Krafts sé þess óskað.

Hægt er að skapa enn meiri stemningu með fánaveifum, servéttum og fleiru til að skreyta svæðið.

Einnig geta hópar eins og íþróttafélög, sveitafélög og skólar verið með perluviðburði hjá sér og þannig sýnt Kraft í verki.

Nánari upplýsingar um perluviðburði hjá fyrirtækjum og öðrum hópum veitir Hrefna Björk Sigvaldadóttir, kraftur@kraftur.org eða í síma 866-9698.