Skip to main content

Rausnarlegur styrkur frá fyrirtækinu „Gengur vel ehf“ til útgáfu bókarinnar „Þegar foreldri fær krabbamein“.

By 28. maí 2014desember 12th, 2016Fréttir

Í útgáfuhófi bókarinnar „Þegar foreldri fær krabbamein“ afhenti fyrirtækið „Gengur vel ehf“ Krafti kr. 1.000.000 sem styrk til útgáfu bókarinnar. Fyrirtækið selur m.a. Benecos, lífrænt vottaðar snyrtivörur sem eru lausar við öll skaðleg aukaefni. Ekki sakar að þær eru mjög ódýrar og henta því vel öllum konum sem gera kröfur um vandaða vöru á góðu verði.

Á myndinni eru frá vinstri: Svanhildur Ásta Haig, stjórnarkona í Krafti og móðir barna sem misstu föður sinn úr krabbameini,  Halldóra Víðisdóttir, formaður Krafts, Þuríður Ottesen, forstjóri „Gengur vel ehf“, Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri og Elísabet Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri snyrtivöru.

Kraftur þakkar af alhug  þennan rausnarlega styrk sem gerir félaginu kleift að standa að útgáfu bókarinnar.

Leave a Reply