Skip to main content

Safnaði 400.000 og rakaði af sér hárið

By 23. febrúar 2018mars 25th, 2024Fréttir

Ester Amíra afhenti Krafti styrkinn í beinni útsendingu í gær á K100.
En þessi snillingur safnaði 400.000 kr. fyrir félagið og lét raka af sér hárið í kjölfarið upp á sviði í Hörpunni á perluviðburði Krafts. Upprunalega setti Ester sér það markmið að safna 100.000 kr. og þá myndi hárið fá að fjúka en fór því söfnunin langar fram úr hennar björtustu vonum þar sem hún náði að þrefalda upphæðina. Hárið gaf hún síðan til hárkollugerðar í Bandaríkjunum fyrir börn sem þjást af hármissi.
Með þessu sagðiEster hafa lært að maður getur allt sem maður ætlar sér og hvetur aðra krakka til að fylgja hjartanu og gera verk til góða.
Við hjá Krafti erum ótrúlega þakklát og stolt af þessum skallapoppara <3
#lífiðernúna #kraftur #krabbameinkemuröllumvið #perlaðafkrafti