Skip to main content

Samfélagssjóður Valitor styrkir Kraft

By 12. júní 2018mars 25th, 2024Fréttir

Í maí barst Krafti styrkur úr samfélagssjóði Valitor þar sem stjórn sjóðsins ákvað að veita Krafti 1.000. 000 kr. styrk til að halda áfram að veita félagsmönnum sínum endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu. En hlutverk sjóðsins er að styðja við vandlega valin málefni, sem bæta mannlíf og efla.

Stjórn sjóðsins afhenti  átta aðilum styrk í þessari úthlutun, en hana skipa Guðmundur Þorbjörnsson, stjórnarformaður Valitor, Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor og Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri  Valitor Ísland.

Sjóðurinn var stofnaður fyrir 26 árum og hafa frá upphafi verið veittir samtals 200 styrkir til einstaklinga og samtaka, sem láta til sín taka á sviði menningar-, mannúðar, samfélags- og velferðarmála.

Við hjá Krafti erum afar þakklát fyrir þetta rausnarlega framlag til félagsins og munum nota það til að efla sálfræðiþjónust þess enn frekar.

TAKK FYRIR <3