Skip to main content

Sannur jólaandi Örvars Þórs Guðmundssonar

By 12. desember 2014mars 25th, 2024Fréttir

Örvar Þór hefur undanfarin ár í desember staðið fyrir fjársöfnun á Facebook-síðu sinni til þess að styrkja þá sem eiga erfitt vegna veikinda. Í ár safnaði hann tæpum 1.600.000 krónum sem hann deildi niður á 12 fjölskyldur.

Örvar leitaði til Krafts þar sem hann vissi að margir einstaklingar, sem greinst hafa með krabbamein, bæru þungan kostnað vegna læknis- rannsókna- og lyfjakostnaðar.

Með framlagi sínu vildi Örvar gera þessum fjölskyldum kleift að halda gleðileg jól. Þann 10. desember hafði Kraftur samband við 12 fjölskyldur sem allar hlutu styrki frá 100 – 200 þúsund krónum á fjölskyldu.

Kraftur aðstoðaði Örvar eftir föngum og valdi nokkrar fjölskyldur sem vitað var að ættu í fjárhagserfiðleikum. Margir höfðu áður leitað til okkar vegna Neyðarsjóðsins sem ekki verður úthlutað úr fyrr en á næsta ári. Einnig fengum við ábendingar um fjölskyldur. Þetta var afar ánægjulegur dagur á skrifstofu Krafts og gleði þeirra sem fengu styrk frá Örvari var mikil og einlæg.

Kraftur þakkar Örvari af alhug fyrir að velja fjölskyldur ungra krabbameinsgreindra einstaklinga til að styrkja í ár.