Skip to main content

Sjötugsafmælisgjöfin að styrkja Kraft

By 28. maí 2019mars 25th, 2024Fréttir

Jenetta Bárðardóttir varð sjötug 12.maí síðastliðinn og afþakkaði allar gjafir og óskaði eftir að gestir myndu styrkja Kraft þess í stað.

Ég á allt til alls og fannst því peningunum betur varið í að styrkja gott málefni eins og Kraft og þannig hjálpa ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum“, sagði Jenetta. En málefnið er Janettu náskylt þar sem ungur fjölskyldumeðlimur hefur verið að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð .

Afmælisgjöfin hennar var því að styrkja Kraft en um 700.000 kr. söfnuðust í formi framlaga frá gestum og framlagi frá Janettu sem hún bætti við söfnunarupphæðina. Á myndinni má sjá Janettu afhenda Huldu framkvæmdastjóra styrkinn.

Við þökkum Janettu fyrir velvilja hennar í garð félagsins og þannig hjálpa okkur að hjálpa öðrum. Það er vegna fólks eins og Janettu að Kraftur getur staðið við bakið á félagsmönnum sínum.

Þúsund þakkir og til hamingju með stórafmælið!