Skip to main content

Skilaboð sem minna okkur á að njóta hvers dags

Ný plaköt frá Töru Tjörva voru að koma inn í vefverslun Krafts. Plakötin minna okkur á að lifa og njóta hvers dags. Þetta er í annað sinn sem Tara hannar plakat með fallegum handskrifuðum orðum í samstarfi við Kraft en fyrra plakatið seldist upp á nokkrum vikum.

Tara er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og margmiðlunarhönnuður sem m.a. hefur verið að búa til plaköt með fallegum skilaboðum. „Setningin á plakatinu – Við deyjum bara einu sinni en lifum á hverjum degi – er umorðun á boðskapi sem kom frá félögum Krafts. Það er ótrúlegt hversu mikill lífskraftur er meðal félagsmanna og mig langaði að hjálpa þeim að minna fólk á að njóta hvers dags sem við fáum,“ segir Tara.

Plakötin eru fáanleg í þremur stærðum í takmörkuðu upplagi, í stærð A5, A4 og svo í 30×40 cm. A5 plakatið kostar 2.500 kr. , A4 stærðin 4.000 kr. og 30×40 cm 5.500 kr. og hægt er að versla þau í vefverslun Krafts. Allur ágóði af sölu plakatanna rennur óskiptur í starfsemi félagsins og gefur Tara alla vinnu sína.