Skip to main content

Skráning hafin á Lífið er núna festivalið

Lífið er núna festivalið verður haldið hátíðlega 22. janúar næstkomandi á Hótel Hilton. Þetta er árshátíð fyrir félagsmenn okkar þar sem við komum saman og fögnum lífinu. Sannkölluð veisla þar sem við verðum með vinnustofur um daginn og þrusu partý um kvöldið.

Það verða ýmsar vinnustofur um daginn og þú getur valið m.a.:

  • Öndun og kælimeðferð hjá Andra Iceland
  • Gong og streitulosun frá Jógasetrinu
  • Fítonsæfing með leynigesti
  • Vöxtur í mótlæti og jákvæð sálfræði, vinnustofa með Guðrúnu Snorradóttur markþjálfa
  • Núvitund og samkennd, námskeið frá Núvitundarsetrinu
  • KraftsYoga með Tómasi í YogaShala
  • KynKraftur vinnustofa með Kristínu kynlífsmarkþjálfa og Áslaugu kynfræðingi
  • Og margt fleira spennandi sem verður auglýst síðar

Ekki má gleyma að við verðum svo með þrusu partý um kvöldið þar sem við bjóðum upp á fordrykk og mat og ýmsir tónlistarmenn munu stíga á stokk.

Við munum senda skráningarpóst á vinnustofurnar í byrjun janúar en til að tryggja þér pláss þá þarftu að skrá þig núna. Staðfestingargjald er 2.500 kr. og verður rukkun send í heimabanka. Festivalið er félagsmönnum annars að kostnaðarlausu en viðburðinn er einungis fyrir félagsmenn í Krafti. Félagsmenn af langsbyggðinni munu fá ferðastyrk og gistingu á Hilton sér að kostnaðarlausu.

Þetta er í annað sinn sem Lífið er núna Festivalið er haldið en það var haldið síðast árið 2019 á afmælisári félagsins. Ákveðið var að halda það aftur þar sem það sló svo rækilega í gegn síðast.