Skip to main content

Söfnuðu fyrir Kraft á 17. júní

Við fengum góða heimsókn í höfuðstöðvar Krafts í dag. Til okkar komu flottar ungar stúlkur sem voru að afhenda okkur afrakstur af veitingasölu sem þær stóðu fyrir ásamt vinkonu sinni þann 17. júní síðast liðinn.

Þær söfnuðu 30.250 kr fyrir Kraft, hvorki meira né minna. Ekkert smá flott framtak og þykir okkur virkilega vænt um það þegar fólk hugsar svona fallega til okkar.

Á myndinni eru þær Saga og Margrét og Mía vinkona þeirra sem var með þeim á sjoppuvaktinni 17. júní.