Skip to main content

Söfnun heldur áfram þótt maraþoninu hefur verið aflýst

By 5. ágúst 2020Fréttir

Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur tekið þá erfiðu ákvörðun að aflýsa Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka vegna hertra samkomutakmarkana vegna Covid 19. Engu að síður gaf ÍBR það út að öll áheit sem hafa borist munu renna til góðgerðarfélaganna í ár þrátt fyrir að hlaupið fari ekki fram og leita þau nú leiða til að söfnunin geti haldið áfram með breyttu sniði.

Reykjavíkurmaraþonið hefur í gegnum árin verið mjög mikilvæg tekjuöflun fyrir félagið þar sem við reiðum okkur alfarið á velvilja fólk og fyrirtækja í landinu. Við erum því óendanlega þakklát fyrir allt fólkið sem hleypur af krafti og þannig hjálpar okkur að hjálpa öðrum. Nú eru hlauparanir okkar orðnir um 130 manns og 5 hlaupahópar hafa skráð sig til leiks.

Við munum því halda áfram okkar striki og kynna hlauparana til leiks inn á samfélagsmiðlunum okkar þar til frekari upplýsingar berast frá skipuleggjendum maraþonsins um aðrar leiðir til að halda söfnuninni áfram.

Hér er hægt að heita á þá sem hlaupa af Krafti! 

Munum að spritta hendur, halda 2 m og hlýða Víði 🙂