Skip to main content

SORPA veitir styrki til góðgerðarfélaga. Kraftur var eitt þeirra.

By 6. janúar 2015mars 25th, 2024Fréttir

Þann 19. desember sl. veitti SORPA  styrki til góðgerðarmála og eru styrkirnir afrakstur ágóða verslunarinnar Góða hirðisins, sem nýtur mikilla vinsælda meðal almennings. Fjölmargir aðilar sækja um styrki SORPU en í ár var Kraftur eitt þeirra góðgerðarfélaga sem hlutu styrk, Kraftur hyggst nýta styrkinn, sem er að upphæð 500.000 krónur, til að byggja upp og starfrækja íþrótta- og afþreyingarhóp fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess í samstarfi við Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands. Það var Hulda Hjálmarsdóttir, varaformaður Krafts, sem tók við styrknum fyrir hönd félagsins. Kraftur þakkar Sorpu kærlega fyrir veittan styrk og óskar fyrirtækinu árs og friðar.