Skip to main content

Stefán Magnússon lætur af störfum.

Stefán Magnússon sem gengt hefur stöðu framkvæmdastjóra í fjarveru Huldu Hjálmarsdóttur, sem er í fæðingarorlofi, hefur látið af störfum hjá félaginu til að fara til annarra starfa.

„Það hefur verið frábær reynsla að fá að kynnast starfsemi félagsins og ég hlakka til að sjá Kraft vaxa og dafna í framtíðinni“ segir Stefán.

Við þökkum honum kærlega fyrir það góða starf sem hann vann fyrir félagið og óskum við honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.