
Vorúthlutun úr Styrktarsjóði Krafts er á næsta leiti, en umsóknarfrestur er til og með 1. apríl.
Styrktarsjóðnum er ætlað að styrkja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og hefur lent í fjárhagslegum erfiðleikum vegna veikinda sinna. Sjóðnum er ætlað að standa straum af kostnaði sem fellur utan greiðsluþátttöku sem og öðrum tekjumissi sem getur hlotist vegna veikinda viðkomandi.
Hægt er að sækja oftar en einu sinni um í sjóðnum.