Skip to main content

Styrkur fyrir fólk af erlendum uppruna

(english below)

Nura A. Rashid og Chandrika Gunnarsson færðu Krafti nýverið 250.000 króna styrk. Styrkurinn safnaðist á Góðgerðarkvöldi Nuru sem var haldið í lok september á Austur-Indíafélaginu. Austur-Indíafélagið lagði rausnarlegt framlag einnig á móti þar sem málefnið er þeim skylt.

Nura greindist með brjóstakrabbamein fyrir 10 árum síðan og náði hún að sigrast á því. Af því tilefni fagnaði hún lífinu með vinum og vandamönnum á Austur-Indíafélaginu á sérstöku góðgerðarkvöldi í lok september þar sem 2.000 krónur af hverri máltíð rann til Krafts. Góðgerðarkvöldið var bæði til að safna fjármunum fyrir Kraft sem og til að vekja athygli á þeim áskorunum sem fólk stendur frammi fyrir þegar krabbamein er annars vegar, hvort sem þú greinist sjálfur eða ert aðstandandi. Það seldist hratt upp á Góðgerðarkvöldið og því var ákveðið að bjóða líka upp á Take-Away mat af sérstökum seðli þar sem fjárhæðin rann einnig til Krafts. Chandrika Gunnarsson, eigandi Austur-Indíafélagsins missti manninn sinn úr krabbameini fyrir nokkrum árum síðan og var heldur betur tilbúin að leggja góðgerðarkvöldinu lið. Eins og fyrr greinir söfnuðust í heildina 250.000 krónur á kvöldinu.

Fólk af erlendum uppruna veit oft ekki hvert það getur leitað

Nura og Chandrika óska þess að styrkurinn verður notaður til að búa til efni fyrir fólk af erlendu bergi brotnu sem hefur flust til Íslands. Það efni geti nýst fólki til að vita hvert það getur leitað, hvaða rétt þau hafa og hvaða stuðningur er í boði þegar krabbamein er annars vegar, bæði fyrir þá sem greinast en ekki síður fyrir aðstandendur. „Þegar Gunnar, maðurinn minn, greindist með krabbamein vissi ég ekkert hvert ég gæti leitað. Ég safnaði upplýsingum víðsvegar að og var svo heppin að ég þekki vel inn í kerfið og þekki mann sem þekkir annan. En svona á það ekki að þurfa að vera og ég vil að til séu upplýsingar fyrir aðstandendur. Þau vita oftast ekkert hvert þau geta leitað og því er svo mikilvægt að svona upplýsingar séu handbærar fyrir þau á ensku og nokkrum öðrum tungumálum,“ sagði Chandrika við afhendingu styrksins. Nura var henni fullkomlega sammála og segir það afar mikilvægt að það verði búið til efni fyrir fólk af erlendum uppruna sem búsett er hérlendis svo þau viti hvernig kerfið virkar. „Kerfið er nægilega flókið fyrir Íslendinga en hvað þá fyrir fólk sem er ekki með net hér og tengingar. Fólk sem er jafnvel nýkomið hingað og veit ekkert hvert það getur leitað. Okkur þætti svo afskaplega vænt um að þeir fjármunir sem söfnuðust á góðgerðarkvöldinu mínu myndu renna í þetta verkefni og þannig getum við hjálpað öðrum í svipuðum sporum,“ sagði Nura.

Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, tók við styrknum og þakkaði þeim innilega fyrir stuðninginn. Nú verður ráðist í að búa til efni á ensku svo upplýsingar séu til staðar fyrir fólk af erlendum uppruna. Miðast verður við að það efni geti svo verið þýtt á fjölda tungumála í gegnum vefsíðu Krafts. Þær Nura og Chandrika eru líka tilbúnar að leggja hönd á plóg við að aðstoða við verkefnið svo að upplýsingarnar séu sem hjálplegastar og skili sér á sem bestan máta til allra sem á þurfa að halda. Fyrir það erum við mjög þakklát.


Grant for people of foreign origin

Nura A. Rashid and Chandrika Gunnarsson recently granted Kraftur 250,000 ISK. That was raised on a Charity Evening that Nura held at the end of September at the restaurant Austur-Indíafélagið. Austur-Indíafélagið also made a generous contribution to the grant.

Nura was diagnosed with breast cancer ten years ago and she managed to overcome it. She decided to celebrate this occasion with friends and family at Austur-Indíafélagið with a special charity evening at the end of September, where 2,000 ISK from each meal went to Kraftur. In addition people could order Take-Away food from the special menu where the same amount went to Kraftur. Chandrika Gunnarsson, the owner of Austur-Indíafélagið, lost her husband to cancer a few years ago and was more than willing to participate in the event. As mentioned above a total of 250,000 ISK was raised at the event.

People of foreign origin often don’t know where to look for assistance

Nura and Chandrika wish that the grant will be allocated to create a hands-on information material for people of foreign origin that have moved to Iceland. The information material would be useful for people to know where they can seek assistance, what rights they have and what support is available to them, whether they have been diagnosed with cancer or are family members. “When my husband, Gunnar, was diagnosed with cancer I did not know where to seek assistance. I gathered information from all over the place and was quite lucky as I know a bit about the system and I know a person who knows a person etc. But this shouldn’t be the case and I want us to make information for family members. They usually do not know where they can seek assistance and what is available to them. Therefore it is so important that this information is available in English,” said Chandrika when she handed Kraftur the grant. Nura completely agreed with her and said that it is very important to create information material for people of foreign origin who live in Iceland so that they know how the system works. “The system is complex for Icelanders, let alone for people who do not have the network and connections here. People who have even recently moved to Iceland and do not know where they can get assistance and how. We would love it if the money that we raised at my charity event would go into this project and in that way we can help others in similar situations,” said Nura.

Hulda Hjálmarsdóttir, the manager of Kraftur, accepted the grant on behalf of the support group and thanked them sincerely for their support. Kraftur will now start creating information material in English so that the information is available for foreign origin. The idea is that the material can then be translated into a number of languages through Kraftur’s website. Nura and Chandrika both said that they were ready and willing to assist in the project so that the information can be as helpful as possible for those who need it. We are truly grateful for that.