
Opið er á skrifstofunni í allt sumar, að undanskildu tímabilinu 28. júlí – 8. ágúst.
Opið verður hjá okkur á skrifstofunni í allt sumar, að undanskildu tímabilinu 28. júlí – 8. ágúst, en þá mun starfsfólk Krafts fara í smá sumarfrí og verður skrifstofan lokuð á því tímabili. Við opnum aftur mánudaginn 11. ágúst og hlökkum til að fara inn í haustið með ykkur!
Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er opin alla daga og er staðsett í sama húsi og Kraftur í Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Þjónustan er öllum opin, endurgjaldslaust og er hægt að fá símaráðgjöf í síma 800 4040 eða koma án þess að gera boð á undan sér. Opið er mánudaga til fimmtudaga kl. 9 – 16 og á föstudögum kl. 9 – 14.
Einnig bendum við á að opið er alla daga hjá Ljósinu mánudaga til fimmtudaga kl. 8:30 – 16 og á föstudögum kl. 8:30 – 14.