Skip to main content

Sumarstemning í Guðmundarlundi 

Fimmtudaginn 25. júní hélt Kraftur hið árlega Sumargrill sitt í Guðmundarlundi í Kópavogi.  Þar komu félagsmenn saman og nutu líðandi stundar.

Afskaplega skemmtileg stemning var á svæðinu og blíðskaparveður. Vally trúður skemmti öllum og mætti ásamt Sirkus Íslands með andlitsmálningu og kandífloss.  Reiðskólinn Hestalíf var með hesta og gátu krakkarnir látið teyma sig á þeim. Að sjálfsögðu voru líka hoppukastalar fyrir yngri kynslóðina og gat fólk skellt sér í myndatöku með Instamyndum. Búllan sá um að grilla gæða borgara fyrir alla og með þeim teygaði fólk á Ava og Kristal frá Ölgerðinni. Jói P. og Króli stukku líka upp á svið við mikinn fögnuð viðstaddra og komu öllum í feikna stuð.

Yndislegt Sumargrill þar sem við nutum þess svo sannarlega að vera saman í núinu.

Stjórn og starfsfólk Krafts vill þakka sjálfboðaliðum sem komu og aðstoðuðu, öllum skemmtikröftunum, þeim sem komu á Sumargrillið og að sjálfsögðu öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera Sumargrillið að svona frábærum viðburði án ykkar hefði þetta aldrei tekist.

Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum dásamlega degi