Skip to main content

Sunnlendingar á toppnum

By 21. júní 2018mars 25th, 2024Fréttir

Miðvikudaginn 20. júní urðu Sunnlendingar, HSK og aðildarfélög þess við áskorun Austfirðinga um að ná Perlubikarnum af Akureyringum. Sunnlendingar komu þá saman og perluðu saman af krafti en til að ná bikarnum af Akureyringum þurftu þeir að perla fleiri en 2302 armbönd á fjórum tímum.

Um 250 manns mættu í Sunnulækjaskóla á Selfossi og perluðu í fjóra tíma. Sunnlendingar kepptust svo sannarlega við, og viti menn þeir náðu Perlubikarnum á lokasekúndunum með því að perla 2308 armbönd.

Staðan í Perlubikarnum er því nú sú að Sunnlendingar eru efstir, Akureyringar í öðru sæti og Austfirðingar í því þriðja. Enn hafa íþróttafélög og bæjar-/sveitafélög tækifæri á að ná Perlubikarnum af Sunnlendingum en mótinu líkur fyrir 14. júlí næstkomandi. Þónokkrir hafa þegar sett sig í samband við Kraft og ætla t.d. HK að reyna við bikarinn þann 27. júní og Breiðablik þann 8. júlí.