Skip to main content

Tæknifrjóvgun krabbameinsveikra kostar minna en áður

By 6. mars 2019mars 25th, 2024Fréttir

Þann 1. janúar á þessu ári tók í gildi ný reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem fela í sér talsverða réttarbót fyrir ykkur sem standið frammi fyrir yfirvofandi ófrjósemisvanda vegna krabbameins.

Eftir gildistöku reglugerðarinnar greiða Sjúkratryggingar Íslands 65% af þeim kostnaði sem felst í eftirfarandi frjósemisverndandi úrræðum:

  • Eggheimtu og frystingu eggfruma.
  • Þýða og frjóvga egg.
  • Ástungu á eista og frystingu sáðfruma
  • Geymslu á frystum fósturvísum, eggfrumum og sáðfrumum.

Þetta greiðsluhlutfall Sjúkratrygginga Íslands miðast EINUNGIS við konur og karla með yfirvofandi ófrjósemisvandamál sem gætu komið vegna lyfjameðferðar, geislameðferðar eða beinmergsflutnings sem nú þegar hefur ekki átt sér stað.

Með þessari sömu reglugerð lækkar niðurgreiðsla við uppsetningu allverulega. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða nú aðeins 5% af fyrsta skipti í glasafrjóvgun (IVF) og smásjárfrjóvgun (ICSI) en 30% af öðru skipti.

Önnur mikilvæg breyting í reglugerðinni er sú að hún gildir nú fyrir barnlaus pör og einhleypar konur sem og pör og einhleypar konur sem eiga barn fyrir sem áður fengu enga niðurgreiðslu.

Það er því ljóst að kostnaður við tæknifrjóvgun þeirra sem eiga við ófrjósemisvanda að stríða vegna sjúkdóma lækkar. Það eru góðar fréttir en þess ber að geta að reglugerðin gildir aðeins í eitt ár. Vonandi er þetta þó aðeins einn liðurinn í þeirri viðleitni að gera þessa þjónustu endurgjaldslausa.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Krafti.

Hér er hægt að lesa nánar um reglugerðina hjá Sjúkratryggingum Íslands en það skal ítrekað að ef gjaldskrá Livio ber ekki saman við gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, gildir gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Sjá gjaldskrá Livio hér.

Verðskrá / price list

https://www.sjukra.is/um-okkur/frettir/ny-reglugerd-um-thatttoku-sjukratrygginga-i-kostnadi-vid-taeknifrjovganir