Skip to main content

Takk allir sjálfboðaliðar

Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Við hjá Krafti erum svo óendanlega þakklát öllum þeim sjálfboðaliðum sem hafa lagt félaginu lið með einum eða öðrum hætti. Án ykkar gæti félagið ekki þjónustað félagsmenn sína svona vel.

Sjálfboðaliðar Krafts gera okkur kleift að halda úti ýmis konar starfsemi og skapa vettvang fyrir félagsmenn okkar til að njóta líðandi stundar og skapa minningar með fjölskyldu og vinum. Sjálfboðaliðar okkar hafa lagt hönd á perlu, hjálpað okkur á viðburðum, veitt ýmis konar fræðslu og haldið skemmtilegar uppákomur.

Ef þú villt gerast sjálfboðaliði hjá Krafti getur þú óskað eftir inngöngu í FB hóp sjálfboðaliða þar sem við setjum inn skemmtileg verkefni og annað þegar við þurfum á kröftugum sjálfboðaliðum að halda.

Kæru sjálfboðaliðar, við þökkum ykkur innilega fyrir alla ykkar aðstoð, þetta er svo sannarlega dagurinn ykkar. 🧡