Skip to main content

Takk Lionsklúbbur Hafnafjarðar

Við fengum frábæra heimsókn fyrr í þessum mánuði, þegar félagar úr Lionsklúbbi Hafnafjarðar komu hér við á skrifstofu Krafts og settu saman og settu upp fyrir okkur húsgöng i félagsheimilið okkar. Við höfum verið að gera fínt á skrifstofunni og liður í því er félagsheimili félagsins. Þar tökum við á móti félagsmönnum okkar í jafningjastarfinu. Þar getum við líka verið með fræðslufyrirlestra á vegum félagsins.  Eins er þar komið upp litla bókasafn Krafts sem geymir rúmlega 50 bækur sem félagsmönnum stendur til boða að fá lánaðar.