Skip to main content

Það getur haft áhrif á sjónarhornið hvar þú stendur

Kraftur tekur þátt í Vetrarhátíð dagana 4. til 7. febrúar með umhverfislistaverkinu Lífið er núna. Verkið er staðsett að Laugavegi 31 og hvetur Kraftur vegfarendur til að kíkja á verkið. Fólk getur sýnt kraft í verki og sýnt samstöðu á samfélagsmiðlum með því að taka mynd eða sjálfu með merkinu og nota #lífiðernúna.

Hugmyndasmiður og hönnuður verksins er Guðrún Jónsdóttir hjá Hvíta húsinu og Aron Bergmann Magnússon, leikmyndahönnuður sá um útsetningu verksins.

Verkið snýst um að oft sérðu ekki hlutina í réttu samhengi fyrr en þú stendur akkúrat á ákveðnum stað. Það er líka mismunandi frá hvaða sjónarhorni veikindi eins og krabbamein hefur áhrif á fólk og sjónarhornið getur verið mismunandi eftir hvort þú sért faðir, maki, dóttir, vinur, vinnufélagi o.s.frv.

Lífið er núna verkið er hluti af árvekni- og fjáröflunarátaki Krafts þar sem markmiðið er m.a. að sýna hversu marga krabbamein snertir og á ólíkan hátt en um leið minna okkur á að njóta augnabliksins.