Skip to main content

Þarft þú á aðstoð að halda fyrir jólin?

Við í Krafti fengum veglegan styrk frá Nettó í formi gjafabréfa til að geta létt undir með félagsmönnum okkar fyrir jólin. Þennan styrk viljum við nýta sem best í ykkar þágu.

Við vitum að þessir tímar geta verið mörgum kostnaðarsamir ofan á allt annað. Við ætlum að úthluta gjafabréfum í Nettó sem félagsmenn geta notað í matarinnkaup eða jólagjafakaup. Ef þú vilt þiggja gjafakort frá Nettó til að létta undir með þér og þínum þá fylltu endilega út þetta form og við verðum í sambandi við þig með framhaldið. Að sjálfsögðu verður farið með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Reynt verður að koma til móts við eins marga og mögulegt er þannig að gjafakortin nýtist þeim sem þurfa mest á þeim að halda.